Eldri borgara samverum aflýst !

Á meðan flensufaraldurinn gengur yfir falla eldri borgara samverur niður.  Við vonum að samverurnar komist á aftur sem fyrst.  Messað er alla sunnudaga kl. 11.

Það er mikilvægt að við pössum vel hvert annað, styðjum og hvetjum og hughreystum okkur sjálf og náunga okkar. Hjálpum þeim sem finna fyrir óöryggi og eru óttaslegnir varðandi framtíðina.

Við fylgjumst daglega með fyrirmælum yfirvalda og tökum stöðuna.

Minnum á góðar ráðleggingar frá Barnaspítala Hringsins: „Við leggjum áherslu á að nota skynsemi við ákvarðanir, láta óttann ekki ná tökum og fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Þessi faraldur mun ganga yfir og best að takast á við þetta tímabundna ástand með yfirvegun og skynsemi að leiðarljósi. Einnig leggjum við áherslu á að vanda sig í allri umfjöllun um veiruna og varast að vekja óþarfa ótta hjá börnum og unglingum.“

Verið velkomin í kirkjuna.