
Graduale Liberi
Graduale Liberi er ætlaður börnum í 2. og 3. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum. Kórinn syngur nokkrum sinnum í fjölskyldumessum yfir vetrartímann og kemur fram á aðventukvöldi kirkjunnar. Að vori taka allir barnakórar kirkjunnar þátt í vortónleikum.
Kóræfingar hefjast 12. september og fara fram safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 16:00 – 16:45.
Kennslugjald er 40.000 kr. fyrir hvora önn.
Kennslugjöldin falla undir frístundakort Reykjavíkurborgar.
Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir, netfang: gradualeliberi@gmail.com
