Kór Langholtskirkju

Kórinn var stofnaður árið 1953 og hefur starfað með núverandi hætti frá 2008, lengst af undir stjórn Jóns Stefánssonar (frá 1964-2015). Kórinn flytur reglulega stór, klassísk verk, tekur þátt í starfi kirkjunnar, flytur íslenska tónlist og syngur á erlendri grundu. Þá er kórinn þekktur fyrir sína árlegu Jólasöngva sem haldnir hafa verið síðan 1978.

Allt frá stofnun kórsins hefur hann getið sér gott orð fyrir flutning á stórum, klassískum verkum úr tónlistarsögunni, þar sem meistaraverk Bachs hafa verið í öndvegi. Á undanförnum árum hefur kórinn aftur á móti fremur einbeitt sér að söng án undirleiks og m.a. flutt kórkonsert Schnittkes og Náttsöngva Rachmaninovs, auk þess sem kórinn tók þátt í hinni virtu kórkeppni Florilège Vocal de Tours árið 2019. Þá hefur einnig skapast hefð fyrir því að kórinn flytji sálumessu Faurés í kirkjunni á allraheilagramessu. 

Kórinn hefur ætíð tekið virkan þátt í að flytja og frumflytja ný, íslensk verk og má þar til að mynda nefna Guðbrandsmessu sem Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyrir kórinn í tilefni 50 ára afmælis hans. Þá hefur kórinn einnig gefið út fjölda hljómplatna og geisladiska í gegnum árin, svo sem Jóhannesarpassíuna eftir Bach (1987), Barn er oss fætt (1991), An Anthology of Icelandic Choir Music (1993), Ísland er lýðveldi (1994), Land míns föður (1997) og Guðbrandsmessu (2008).

Hér má sjá verkefnaskrá kórsins frá upphafi.

Netfang kórsins er: korlangholtskirkju@gmail.com

Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson, magnus.ragnarsson@gmail.com

Stjórn kórsins skipa eftirfarandi félagar:
Ragna Bjarnadóttir, formaður, ragna.bjarnadottir@gmail.com

Helena Marta Stefánsdóttir, gjaldkeri, helenamarta@gmail.com

Sigurjón Halldórsson, ritari

Ásdís Björg Gestsdóttir, varaformaður

Magnús Guðmundsson, meðstjórnandi

 

Hér má sjá umfjöllun um tónleika kórsins frá apríl 2022.

Hér má umfjöllun um tónleika kórsins frá mars 2021 þegar hann flutti Jóhannesapassíuna eftir Bach.

Hér má sjá umfjöllun um tónleika kórsins frá í apríl 2018 þegar hann flutti Messías eftir Handel.