Útför

Rík hefð er fyrir kveðjustundum í kirkjum og kapellum þar sem við kveðjum þau sem látist hafa. Oftast er kistulagning undanfari útfarar og þá ýmist einhverjum dögum áður eða samdægurs. Kistulagningin er einföld bænastund ýmist í kirkjunni eða í húsnæði kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna í Fossvogi. Útför er hins vegar guðsþjónusta þar sem látinn er kvaddur með bæn, lestrum, söng og minningarorðum. Útfararathafnir eru ýmist opinberar og þá auglýstar í útvarpi og/eða dagblöðum, eða þá haldnar í kyrrþey og eru þá aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.

Í Reykjavík leita aðstandendur til útfararþjónustu um aðstoð við að flytja hinn látna í líkhús, aðstoða við undirbúning athafna og önnur praktísk atriði. Aðstandendur hafa sjálfir eða í gegnum útfararþjónustu samband við prest/a safnaðarins þar sem útförin á að fara fram eða hinn látni bjó. Einnig er mögulegt að hafa samband við annan prest kjósi aðstandendur það. Mikilvægt er að allur undirbúningur athafna sé í samráði við prestinn sem á að leiða athafnirnar.

Hvað þarf að gera?

  • Hafa samband við útfararstofu sjá hlekk á símanúmer: http://ja.is/?q=útfararstofa
  • Hafa samband við prest annað hvort beint eða í gegnum útfararstofu.