Listafélag Langholtskirkju

Listafélag Langholtskirkju styður við tónlistar- og kórastarf Langholtssóknar. Í kirkjunni starfa sex kórar með um 200 söngvurum.

Félagið leggur áherslu á fjölbreytt tónleikaúrval yfir veturinn og vill í auknum mæli bjóða upp á ókeypis aðgang að viðburðum. Því skiptir stuðningur Listafélaga miklu máli.

Listafélagar fá 30 % afslátt á alla tónleika á vegum listafélagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana. Árgjald er 6000 kr.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com.

Hér má sjá lista yfir komandi tónleika.

Stjórn Listafélags Langholtskirkju er svo skipuð:
Hulda Margrét Birkisdóttir formaður og fulltrúi Kórs Langholtskirkju
Guðjón Emilsson gjaldkeri.
Ragna Bjarnadóttir ritari
Magnús Ragnarsson listrænn stjórnandi.
Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri Graduale Nobili og Gradualekórs Langholtskirkju.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur Langholtskirkju.
Ágústa Jónsdóttir, fulltrúi sóknarnefndar.
Vera Hjördís Matsdóttir fulltrúi Graduale Nobili.
Gyða Sigurjónsdóttir fulltrúi Gradualekórs Langholtskirkju.

Netpóstur: listafelag.langholtskirkju@gmail.com