Gradualekór Langholtskirkju

Skráningarblað fyrir kórfélaga í Gradualekór Langholtskirkju og nýskráningar: HÉR

Gradualekórinn er unglingakór fyrir aldurshópinn 14 – 18 ára og tekur við af starfi Kórskólans. Kórinn er rekinn af foreldrafélagi. Söngdeild er starfandi í tengslum við kórinn sem gefur kost á grunnnámi í söng sem lýkur með grunnprófi sem tekið er við Söngskólann í Reykjavík með breskum prófdómurum. Námið er greitt niður um um það bil 50% af kórsjóði.

Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 17 – 19 og annan hvern laugardag.

Þorvaldur Örn Davíðsson er kórstjóri Gradualekórs Langholtskirkju. Þorvaldur stundar kantórsnám ásamt því að vera meistaranemi í tónsmíðum. Hafa má samband við Þorvald Örn í netfangið: thorvaldurorn@gmail.com