graduale

Gradualekór Langholtskirkju

Gradualekórinn er unglingakór fyrir 12 ára og eldri. Kórinn er framhald af Graduale Futuri en tekur einnig við nýjum skráningum, háð raddprufu hjá kórstjóra. Kórinn er í samstarfið við Söngskólann í Reykjavík þar sem kórmeðlimir geta stundað grunnnám í söng sem með lýkur með grunnprófi.

Kórinn tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum yfir veturinn og hefur t.d. verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórinn syngur reglulega í messum og kemur fram árlegum jóla- og vortónleikum í Langholtskirkju. Kórinn fer reglulega í kórferðalög innanlands sem utan.

opna skráningarform

Kóræfingar hefjast 7. september og fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 – 18:30 í safnaðarheimili Langholtskirkju.

Kórstjóri er Lilja Dögg Gunnarsdóttir.

Kennslugjald er 48.000 kr. fyrir hvora önn.
Kennslugjöldin falla undir frístundakort Reykjavíkurborgar.

Tölvupóstfang: liljadogg@gmail.com

graduale 2021