Graduale Futuri

Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er framhald af Graduale Liberi en tekur þó einnig við byrjendum í söngnámi. Kórinn er ætlaður börnum af öllum kynjum í 5. – 7. bekk. Kórinn syngur í messu tvisvar á önn og á tónleikum í lok annar. Kórinn fer reglulega í kórferðalög og tekur þátt í ýmsum spennandi verkefnum.

Skráning opnar 12. ágúst 2024.

Skráning hér

(smelltu á hnappinn hér að ofan til að opna skráningu í gegnum Abler.is)

Kóræfingar hefjast 3. september og fara fram í safnaðarheimili Langholtskirkju á þriðjudögum kl. 16:30 – 18:00 og fimmtudögum kl. 16:00 – 17:00. 

Kórstjóri veturinn 2024-2025 er Björg Þórsdóttir og raddþjálfari er Lilja Dögg Gunnarsdóttir, netfang: korskolilangholt@gmail.com

Kennslugjald er 57.000 kr. fyrir hvora önn. Kennslugjöldin falla undir frístundakort Reykjavíkurborgar.