Litli salur

Í safnaðarheimili Langholtssóknar eru fallegir veislusalir. Salina má leigja hvorn um sig eða þá báða og tengja saman.

Minni salurinn tekur um 60 manns í sæti en sá stærri 120 manns, hér eru nánari upplýsingar um hann. Ennfremur hentar vel að hafa standandi veislu eða erfidrykkju í salarkynnum safnaðarheimilisins.

Góð aðstaða er til funda og til ráðstefnuhalds og skjávarpi og tjald á staðnum.

Hér getið þið komið inn í salinn í gengum Google Street Veiw

Bókanir og upplýsingar
Bókanir og upplýsingar um veislu og ráðstefnusali Langholtskirkju eru veittar í gegnum netfangið langholtskirkja@langholtskirkja.is. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma kirkjunnar 789-1300 þri- föst 10-15, en athugið að lokað er á mánudögum. Umsjón er í höndum Aðalsteins Guðmundssonar kirkjuvarðar.

Gott að vita
Mjög hófleg meðferð léttra vína og bjórs er möguleg í veislum í safnaðarheimilinu. Veislum þarf að vera lokið um miðnætti. Reykingar eru bannaðar í húsinu.

Safnaðarheimili Langholtskirkju
Sólheimum 11-13
104 Reykjavík
Kt. safnaðarheimilsins: 550997-2749
Sími á veislutíma: 789 1300