Kvenfélag

Kvenfélag Langholtssóknar var stofnað 13. mars 1953.

Um 80 konur eru í Kvenfélagi Langholtssóknar. Fundir eru haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði auk þess sem ýmsir hópar, eins og til dæmis skokkhópur, gönguhópur, lestrarhópur og hópur matgæðinga, hittast reglulega.

Kvenfélagið er góðgerðarfélag en í fyrra styrkti það barnastarfið í kirkjunni, endurbætur á safnaðarheimili en áhersla er einnig lögð á að styrkja góðgerðarmál. Félagið hefur fjármagnað ýmsar viðgerðir í kirkjunni og safnaðarheimilinu frá stofnun þess með það að markmiði að láta gott af sér leiða.

Nánari upplýsingar um fundi og viðburði félagsins er að finna á Facebook síðunni “Konur í Langholti”. Einnig er hægt að senda tölvupóst til formanns félagsins, Önnu Birgis, á netfangið: annabirgis@islandia.is

Stjórn Kvenfélag Langholtssóknar er eftirfarandi:

Anna Birgis, formaður
Anna Þóra Paulsdóttir, varaformaður
Ásdís Asbegs, ritari
Ólina Hulda Guðmundsdóttir, gjaldkeri
Elín Þórðardóttir, meðstjórnandi
Aðalheiður Svanhildardóttir, meðstjórnandi
Stefanía Kjartansdóttir, meðstjórnandi