Kvenfélag

Kvenfélag Langholtssóknar var stofnað 12. mars 1953.

Kvenfélagið er góðgerðarfélag sem hefur styrkt barnastarfið í kirkjunni, endurbætur á safnaðarheimili en áhersla er einnig lögð á að styrkja góðgerðarmál. Félagið hefur fjármagnað ýmsar viðgerðir í kirkjunni og safnaðarheimilinu frá stofnun þess með það að markmiði að láta gott af sér leiða.