Fræðslan hefst með lotukennslu á eftirfarandi dögum,
skyldumæting er í fræðsluna þessa daga:

Þriðjudaginn 27. oktober frá 17-20

Miðvikudaginn 28. október frá 17-20

Fimmtudaginn 29. október frá 17-20

Við brjótum upp kennsluna með kvöldmat á þessum dögum.

Fermingarfræðsluferðalagið verður svo í Vatnaskóg helgina 30.
október til 1. nóvember.
Foreldrar og börn eru boðuð til messu kl. 11 sunnudaginn 20.
september.
Kynningarfundur vegna fræðslunnar verður svo haldinn mánudaginn
12. október kl. 20 – 21, en þar verður fræðslan og
ferðalagið kynnt.

Dagsetningar og dagskrá fyrir fræðsluna koma inn síðar hér á síðuna.
Ef þið eigið eftir að skrá börnin í fræðsluna er hér tengill inn á skráningarformið:

Hlökkum til að hitta ykkur og börnin ykkar og eiga samleið með
þeim og ykkur í vetur.

Bestu kveðjur

Aldís og Guðbjörg prestar Langholtskirkju.