Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett hefur messuhaldi og fermingarferðalagi verið aflýst að sinni !
Fermingar á Pálmasunnudag og Skírdag falla innan þess tíma sem samkomubann er sett svo þær falla einnig niður.
Sumardagurinn fyrsti kl. 13 er enn sem komið er fermingardagur og höldum við því til streitu þar til annað kemur í ljós.
Skráningarblað hefur verið sent á netföng foreldra til að velja fermingardag og bið ég öll að fylla það út.
Líkt og áður fá öll þann dag sem valinn er.  Þau sem höfðu pantað sal fyrir fermingarveislu á Pálmasunnudag og Skírdag hafa forgang á nýjum fermingardögum vinsamlega hafið samband við kirkjuvörð vegna þessa.  s. 7891300

Ég ítreka það sem fram kom á foreldrafundi að við finnum aðra helgi fyrir fermingarferðina og að börnin fái að upplifa þá skemmtilegu samveru þó síðar verði. Nú reynir á þrautsegju, takast á við vonbrigði og næra tillökkun þrátt fyrir allt.