Útför í kirkju

Við vekjum athygli á nýrri upplýsingasíðu um útfararathafnir í kirkju.

Þar segir m.a.

Útför í kirkju er athöfn þar sem fólk kemur saman, þakkar og kveður ástvin hinsta sinni, hlýðir á kristinn boðskap um upprisuna, von og huggun.

Þjónusta kirkjunnar við andlát snýst um samfylgd með fólki í gegnum sorg og áföll í næði og ró. Auðvelt er að hafa samband við presta og starfsfólk kirkjunnar sem eru ávallt reiðubúin að koma þegar þess er óskað, eiga samtal eða veita aðra aðstoð.

https://utforikirkju.is