Börn á öllum aldri velkomin !

Sunnudagaskólinn hefst 3. september, við byrjum alltaf inn í Langholtskirkju kl. 11 með öllum kirkjugestum, svo förum við saman inn í litla salinn, þar sem við syngjum, spjöllum, dönsum, biðjum og horfum saman á myndband tengt biblíusögu dagsins.

Stundin tekur u.þ.b. 30 mínútur og þá fáum við okkur að borða saman inn í safnaðarheimili, leikum okkur og litum ef við viljum.

Á hverju ári er tekið fyrir eitt lag sem sungið er í byrjun hverrar stundar, á meðan kveikt er á kertinu, og þema lagið okkar í ár er frumsamið lítið lag við ljóðið “Á kertinu við kveikjum” eftir Söru Gríms

Á kertinu við kveikjum

til að minna okkur á

að í gleði, söng og leikjum

við finnum sterkast þá

 

Að við erum ljósið

við erum kærleikur

við lærum saman

þessari jörðu á.

Einu sinni í mánuði eru fjölskyldumessur en þá eigum við saman stund í kirkjunni, með hjálp barnakóra Kórskóla Langholtskirkju: Krúttakórsins, Graduale Liberi og Graduale Futuri.

Sara Grímsdóttir, sér um sunnudagaskólann í vetur.