Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli Langholtskirkju

Börn á öllum aldri velkomin!

Sunnudagaskólinn hefst 5. september, við byrjum alltaf inn í Langholtskirkju kl. 11 með öllum kirkjugestum, svo förum við saman inn í litla salinn eftir dýrðarsönginn, þar sem við syngjum, spjöllum, dönsum, biðjum og horfum á myndband saman. Stundin tekur u.þ.b. 40 mínútur og þá fáum við okkur að borða saman inn í safnaðarheimili, leikum okkur og litum ef við viljum. Á hverju ári er tekið fyrir eitt lag sem sungið er hvern sunnudagaskóla á meðan kveikt er á kertinu í upphafi samverunnar, og þema lagið okkar í ár er “Ég er heimsins ljós” 

Láttu nú ljósið þitt,

loga við rúmið mitt.

Hafðu þar sess og sæti,

signaði Jesús, mæti.

Veturinn 2020 -2021 notumst við við efni sem kallast ,,Hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera“, sem er gefin út af Skálholtsútgáfunni og fá öll börn sem koma í sunnudagaskólann litla fjársjóðskistu að gjöf. Í hverri samveru fá börnin nýja mynd sem þau setja í fjársjóðskistuna sína. Einu sinni í mánuði eru fjölskyldumessur en þá eigum við saman stund í kirkjunni, með hjálp barnakóra Kórskóla Langholtskirkju: Krúttakórsins, Graduale Liberi og Graduale Futuri. En í fjölskyldumessum fá börnin einnig mynd til að setja í fjársjóðskistuna sína.

Sara Grímsdóttir, Lára Ruth Clausen, Jakob Freyr Einarsson og Hera Atladóttir sjá um sunnudagaskólann í vetur.