Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli Langholtskirkju

Börn á öllum aldri velkomin!

Sunnudagaskólinn byrjar alltaf inn í Langholtskirkju kl. 11 með öllum kirkjugestum, svo förum við saman inn í litla salinn eftir dýrðarsönginn, þar sem við syngjum, spjöllum, dönsum, biðjum og horfum á myndband saman. Stundin tekur u.þ.b. 40 mínútur og þá fáum við okkur að borða saman inn í safnaðarheimili, leikum okkur og litum ef við viljum. Á hverju ári er tekið fyrir eitt lag sem sungið er hvern sunnudagaskóla á meðan kveikt er á kertinu í upphafi samverunnar, og þema lagið okkar í ár er “Ég er heimsins ljós” 

Ég er heimsins ljós, 

Ég er heimsins ljós

Hver sem fylgir mér ei í myrkri er

Heldur hefur lífsins ljós

Lars Ake Lundberg / Jónas Gíslason

 

Veturinn 2019-2020 fylgjum við sögu- og límmiðabókinni Kærleiksbókin mín, sem er gefin út af Skálholtsútgáfunni og fá öll börn sem koma í sunnudagaskólann slíka bók að gjöf. Í henni eru skemmtilegar biblíusögur, lagatextar, bænir og myndir og í hana á að safna límmiðum sem er dreift eftir hverja samveru. Einu sinni í mánuði eru fjölskyldumessur en þá eigum við saman stund í kirkjunni, með hjálp barnakóra Kórskóla Langholtskirkju: Krúttakórsins, Graduale Liberi og Graduale Futuri. En í fjölskyldumessum er bókinni einnig fylgt og límmiðum dagins dreift.

 

Ragnheiður Sara Grímsdóttir, söngkona og kórstýra, hefur starfað í Langholtskirkju síðan haustið 2016 sem sunnudagaskólakennari.

Hún leggur áherslu á kennslu í gegnum tónlist og hreyfingu og að hjálpa börnum að tengjast efninu með því að fá þau til að taka virkan þátt í samræðum og frásögnum. Uppáhaldslögin hennar Söru er “Láttu nú ljósið þitt” og “Bangsadansinn” og hún elskar Holy Moly¡ teiknimyndirnar. 

 

Aldís Rut Gísladóttir, prestur stýrir fjölskyldumessum Langholtskirkju ásamt því að sjá um barna og æskulýðsstarf kirkjunnar.

Uppáhalds lögin hennar eru: Með Jesú í bátnum og Tikkitikkita og hún elskar að fá að segja börnunum og foreldrum þeirra biblíusögurnar á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.