Tónleikar King’s voices, Kórs Langholtskirkju og Háteigskirkju

Kór Langholtskirkju, Kór Háteigskirkju og King’s voices frá Cambridge sameina krafta sína á tónleikum í Háteigskirkju fimmtudaginn 22 mars kl. 20:00.

Kórarnir munu syngja í sitt hvoru lagi og saman fjölbreytta kórtónlist sem spannar mörg lönd og margar aldir, þar á meðal verk eftir Handel, Þorkel Sigubjörnsson, Victoria, Sigurð Sævarsson og Willam Byrd svo fáir séu nefndir.

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá King’s voices í heimsókn en þau hafa starfað við King’s College, Cambridge frá árinu 1997 þegar ákveðið var að bæta blönduðum kór (þar sem konur syngja sópran og alt raddir) við tónlistarstarf skólans. Í kapellu King’s College syngja þau aftansöng á hverju mánudagskvöldi en prógramm þeirra hér mun einmitt gefa innsýn inn í hina ensku aftansöngshefð sem hefur verið iðkuð óslitið í nær sex aldir í King’s College.

Við vonum að sjá sem flesta á þessum einstaka viðburð

Aðgangur er ókeypis

King’s voices, Cambridge undir stjórn Ben Parry
Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar
Kór Háteigskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar