Tónleikar framundan

20. maí kl. 17:30

Vortónleikar Graduale Futuri og Gradualekórs Langholtskirkju.

Stjórnandi: Sunna Karen Einarsdóttir

Raddþjálfari: Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Píanó: Magnús Ragnarsson

Stúlknakórarnir Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju flytja fallega og fjölbreytta kórtónlist.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir á meðan pláss leyfir. Gestir þurfa að skrá sig við innganginn og grímuskylda gildir fyrir fullorðna á meðan tónleikum stendur.


22. maí kl. 16:00

Pulcinella

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leikur Pulcinellu-svítuna eftir Igor Stravinsky og sinfóníu nr. 5 í B-dúr eftir Franz Schubert. Þá leikur Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari tvö verk fyrir flautu og hljómsveit: Ungverska sveitafantasíu eftir Franz Doppler og Poem fyrir flautu og hljómsveit eftir Charles Griffes.

Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Miðasala á Tix.is


29. maí kl. 17:00

Vortónleikar Mótettukórsins

Fluttar verða glæsilegar 5-8 radda mótettur og sálmavers eftir J.S. BACH og H. SCHÜTZ, útsetningar á Hallgrímssálmum eftir JÓN HLÖÐVER ÁSKELSSON og SMÁRA ÓLASON og orgelverk eftir J.S. BACH.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Miðasala á Tix.is


30. maí kl. 20:00

Vortónelikar Fílharmóníunnar.

Söngsveitin Fílharmónía flytur kórverk frá öllum Norðurlöndunum, meðal annars eftir Grieg, Mäntyjärvi, Gjeilo, Wikander, Magnús Ragnarsson og Jón Nordal. Stjórnandi Magnús Ragnarsson.

Aðgangur ókeypis.


Listafélagar fá 30 % afslátt á alla tónleika á vegum listafélagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana. Árgjald er 6000 kr.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com.