Tónleikar framundan

Meðlimir í Listafélagi Langholtskirkju fá 30% afslátt á tónleika á vegum félagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi. Árgjald er 6.000 kr.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda póst á netfangið: listafelag.langholtskirkju@gmail.com


30. apríl kl. 18:00 – Vortónleikar barna- og unglingakóra Langholtskirkju

Allir barna- og unglingakórar kirkjunnar koma fram. Krúttakórinn (3-6 ára), Graduale Liberi (7-9 ára), Graduale Futuri (10-13 ára) og Gradualekór Langholtskirkju (14-18 ára). Kórarnir syngja allir saman og einnig hver og einn. Tónleikarnir eru ætíð vel sóttir og þétt setið í kirkjunni. Því hvetjum við tónleikagesti að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.

Aðgangur er ókeypis.


4. maí kl. 20:00 – Vortónleikar Góðra granna

Stjórnandi: Egill Gunnarsson.


16. maí kl. 16:00 – Kór Langholtskirkju og Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda sameiginlega kórtónleika í Seltjarnarneskirkju.

Stjórnendur: Friðrik Vignir Stefánsson og Magnús Ragnarsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


16. maí kl. 14:00 Vortónleikar Gradualekórs Langholtskirkju

Stjórnandi: Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.