Tónleikar framundan

 

22 maí kl. 20:00
Vortónleikar Kórs Langholtskirkju og Graduale Nobili

Á efnisskránni er úrval íslenskra kórverka meðal annars eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Huga Guðmundsson, Jón Nordal, Rúnu Esradóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Þorvald Örn Davíðsson og Þóru Marteinsdóttur.

Stjórnendur: Agnes Jórunn Andrésdóttir, Helga Guðný Hallsdóttir, Margrét Björk Daðadóttir og Magnús Ragnarsson.

Ókeypis aðgangur


26 maí kl. 14:00

Vortónleikar Gradualekórs Langholtskirkju
Á dagskránni eru lög úr söngleikjum og kvikmyndum. Stjórnandi er Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Magnús Ragnarsson leikur á píanó.

Ókeypis er inn á tónleikana en kórinn tekur við frjálsum framlögum í ferðasjóð.


4 júní kl. 20:00
Vortónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu

Íslensk kórtónlist tengd vori og sumri.

Stjórnendur: Magnús Ragnarsson, Agnes Jórunn Andrésdóttir og Pétur Nói Stefánsson

Miðasala við innganginn.


Listafélagar fá afslátt á alla tónleika á vegum listafélagsins og auk þess boðsmiða á Jólasöngvana. Árgjald er 6000 kr.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com.