Tónleikar framundan

26. september kl. 17:00
Útskriftartónleikar

Burtfarapróf Dagnýjar Bjarkar Guðmundsdóttur sópran frá Söngskola Sigurðar Demetz. Á tonleikunum verða flutt fjölbreytileg verk, allt frá skoskum þjóðlögum, ævintýrum Dimmalimm yfir í ljóð og óperu aríur eftir Wagner. Aladár Rácz leikur á píanó.

Aðgangur er ókeypis.


20. október kl. 20:00

Jesu meine Freude og ný messa eftir Magnús Ragnarsson

Kór Langholtskirkju flytur mótettuna Jesu meine Freude eftir Johann Sebastian Bach og Messu í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Aðgangur er ókeypis.


7. nóvember kl. 17:00

Minningarstund á allra heilagra messu

Kór Langholtskirkju flytur Requiem eftir Gabriel Fauré. Tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru.

Aðgangur er ókeypis.


28. nóvember kl. 17:00

Aðventuhátíð

Fyrsta sunnudag í aðventu verður haldin glæsileg aðventuhátíð í Langholtskirkju kl. 17.
Allir kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólatónlist hver í sínu lagi og saman. Auk þess leikur Lúðrasveitin Svanur skemmtileg jólalög, lesin verður jólasaga, elstu börnin í Krúttakórnum flytja Lúsíuleik og kirkjugestir syngja inn aðventuna.

Aðgangur er ókeypis.


7. desember kl. 20:00

Góðir grannar halda jólatónleika

Stjórnandi: Egill Gunnarsson


18. desember kl. 20:00

19. desember kl. 17:00

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju og Gradualekórs Langholtskirkju.

Stjórnendur: Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Magnús Ragnarsson.


27. desember kl. 20:00

Jólatónleikar Fílharmóníunnar.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.


Listafélagar fá 30 % afslátt á alla tónleika á vegum listafélagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana. Árgjald er 6000 kr.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com.