Tónleikar framundan

Meðlimir í Listafélagi Langholtskirkju fá 30% afslátt á tónleika á vegum félagsins og auk þess tvo boðsmiða á Jólasöngvana.

Hægt er að gerast meðlimur með því að senda tölvupóst á listafelag.langholtskirkju@gmail.com með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimilisfangi og netfangi. Árgjald er 6.000 kr.

Til að fá upplýsingar um hvernig eigi að nýta afslátt eða boðsmiða er best að senda póst á netfangið: listafelag.langholtskirkju@gmail.com


1. febrúar, kl. 16:00 – Náttsöngvar eftir Rakhmanínov

Kór Langholtskirkju flytur Náttsöngva eftir Sergei Rakhmanínov, sem er talið eitt besta tónverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og var í miklu uppáhaldi hjá tónskáldinu sjálfu. Verkið, sem stundum gengur undir nafninu Vesper, er í 15 köflum, sungið á rússnesku og tekur um klukkutíma í flutningi. Þetta er einstaklega hljómfagurt verk en um leið afar krefjandi fyrir kórinn.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.

Aðgangur er ókeypis.


8. febrúar kl. 16:00 – Fjölskyldutónleikar með lögum Valgeirs Guðjónssonar

Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju flytja ýmsar perlur sem Valgeir Guðjónsson hefur samið á löngum ferli.

Stjórnendur: Sunna Karen Einarsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innanginn. Ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri. Listafélagar fá 30% afslátt.


22. febrúar – Minningartónleikar um Jón Stefánsson


15. mars – Requiem eftir Verdi

Söngsveitin Fílharmónía ásamt hljómsveit.

Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmundsson.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.


23. mars kl. 20:00 – Kór Langholtskirkju og Sönghópurinn Hljómeyki halda sameiginlega tónleika í Langholtskirkju.
Stjórnendur: Magnús Ragnarsson og Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


11. apríl – Níunda sinfónía Beethovens og Fiðlukonsert eftir John Speight

Sinfóníuhljómsveitr Norðurlands og Söngsveitin Fílharmónía.

Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir.

Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason.


30. apríl kl. 18:00 – Vortónleikar barna- og unglingakóra Langholtskirkju

Allir barna- og unglingakórar kirkjunnar koma fram. Krúttakórinn (3-6 ára), Graduale Liberi (7-9 ára), Graduale Futuri (10-13 ára) og Gradualekór Langholtskirkju (14-18 ára). Kórarnir syngja allir saman og einnig hver og einn. Tónleikarnir eru ætíð vel sóttir og þétt setið í kirkjunni. Því hvetjum við tónleikagesti að mæta tímanlega til að tryggja sér sæti.

Aðgangur er ókeypis.


4. maí kl. 20:00 – Vortónleikar Góðra granna

Stjórnandi: Egill Gunnarsson.


16. maí kl. 16:00 – Kór Langholtskirkju og Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda sameiginlega kórtónleika í Seltjarnarneskirkju.

Stjórnendur: Friðrik Vignir Stefánsson og Magnús Ragnarsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


Vortónleikar Gradualekórs Langholtskirkju í maí

Dagsetning tilkynnt síðar.

Stjórnandi: Þorvaldur Örn Davíðsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.


3. júní kl. 20:00 – Kórtónleikar

Kór Langholtskirkju flytur metnaðarfull kórverk úr ýmsum áttum.

Stjórnandi: Magnús Ragnarsson.

Miðasala við innganginn. Listafélagar fá 30% afslátt.