Sunnudagaskólinn hefst 6. september kl. 11

Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir sumarleyfi 6. september kl. 11. Yfirleitt byrjar sunnudagaskólinn inn í kirkju og svo er farið yfir í safnaðarheimilið en vegna ferminga næstkomandi sunnudag byrjar sunnudagaskólinn inn í safnaðarheimili. Börnin fá fjársjóðskistu og fyrstu myndina í fyrstu samverunni. Í hverri samveru fá þau svo nýja mynd sem þau geta sett í fjársjóðskistuna sína.

Sunnudagaskóli er alla sunnudaga þegar messa er, einu sinni í mánuði er fjölskyldumessa sem sniðin er að þörfum og áhuga barna og er því alltaf eitthvað í boði fyrir börnin á sunnudögum í Langholtskirkju.

Þau sem sjá um sunnudagaskólann eru Marta Ýr Magnúsdóttir guðfræðinemi og Pétur Ernir Svavarsson listaháskólanemi.

Öll börn hjartanlega velkomin