Sumarlokun 2. júní – 31. ágúst

Sumarlokun: 

Vegna sumarleyfa starfsfólks og breytinga í starfsmannahaldi verður Langholtskirkja lokuð, utan áður bókaðra tónleika og viðburða. Tölvupósti verður svarað reglulega, en símsvörun liggur niðri á þessu tímabili.

Lokunartímabil:

1. júní – 30. júní: Kirkjan lokuð. Vísað er á Áskirkju þar sem messað er alla sunnudaga í júní kl.11.

1. júlí – 31. júlí: Kirkjan lokuð utan þess að messað er í Langholtskirkju alla sunnudaga í júlí kl. 11.
Í júlí er einnig hægt að bóka útfarir og erfi í Langholtskirkju, tölvupóstum þess efnis verður svarað daglega og tengslum komið á við umsjónaraðila.

1. ágúst – 31. ágúst: Kirkjan lokuð. Vísað er á Laugarneskirkju þar sem messað er alla sunnudaga í ágúst kl.11.

Við þökkum fyrir skilninginn og óskum ykkur góðs sumars.