Kórskóli Langholtskirkju var stofnaður árið 1991 af Jóni Stefánssyni. Í hverri viku sækja um 150 börn og ungmenni kóræfingar í kirkjunni og taka þátt í metnaðarfullu tónlistarstarfi yfir veturinn. Æfingar hefjast 12. september og fara fram í safnaðarheimili Langholtskirkju.
Skráning hérKrúttakór Langholtskirkju er ætlaður söngfuglum á aldrinum fjögurra til sex ára.
Graduale Liberi er ætlaður börnum í 2. og 3. bekk og hentar jafnt byrjendum sem og börnum sem áður hafa sungið í Krúttakórnum.
Graduale Futuri er eldri barnakór kirkjunnar og er ætlaður börnum í 4. – 7. bekk.
Gradualekór Langholtskirkju er metnaðarfullur unglingakór fyrir 13 ára og eldri.