Skráning í fermingarfræðslu fyrir veturinn 2016 – 2017 er hafin

 

Skráning í fermingarfræðslu fyrir veturinn 2016 – 2017 er hafin á heimasíðu kirkjunnar.

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast um vorið eða ekki. Fermingarfræðslan er þó nauðsynlegur undanfari fermingar. Kynningarfundur fyrir unglinginn og foreldra verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 26. maí kl. 18.

Stofnaður hefur verið lokaður hópur á Facebook til að miðla upplýsingum til foreldra og forráðafólks fermingarbarna. Hópurinn heitir Fermingarhópur Langó 2017 og eru foreldrar beðnir um að óska eftir aðgangi.

Nú þegar er búið að ákveða fermingardaga næsta vors til hagræðingar fyrir foreldra sem vilja hefja undirbúning snemma. Fermt verður í þremur athöfnum vorið 2017 :

Pálmasunnudag 9. apríl kl. 11

Skírdag 13. apríl kl. 11

Hvítasunnudag 4. júní kl. 11