Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2017-2018 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu Langholtskirkju veturinn 2017-2018 er hafin á heimasíðu kirkjunnar undir kassanum ,,fermingarfræðsla veturinn ’17-’18“.

Kynningarfundur fyrir fræðsluna næsta vetur fer fram sunnudaginn 28. maí strax að messu lokinni kl. 12.
Öll börn í sókninni fædd árið 2014 fá sent boð á fundinn. Börn utan sóknar eru einnig velkomin. 

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur til boða öllum ungmennum í 8. bekk, hvort sem unglingurinn hefur hug á að fermast eða ekki um vorið. Fræðslan er vönduð og hefur það að markmiði að efla almenna þekkingu í kristnum fræðum og gefur unglingum færi á að kynnast kirkjunni sinni, starfsemi hennar og starfsfólki. Hver samvera er fjölbreytt og lifandi og unnið er með hugtök líkt og lífsleikni, mannréttindi, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp.