Samvera sunnudag 1.9. kl. 11 í Langholtskirkju og safnaðarheimili

Sunnudagurinn 1. september  kl. 11, hvernig væri að skella sér í Langholtskirkju, söngur, gildin í lífinu hugleidd og sunnudagaskóli.

Léttur hádegisverður í boði áður en þú ferð heim.

Félagar úr Fílharmóníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum og kirkjuverði.

Vertu velkominn.