Almennt safnaðarstarf í Langholtskirkju á nýju ári hefst aðra vikuna í janúar, eða sem hér segir:
Sunnudagur 7. janúar – messa og sunnudagaskóli
Mánudagur 8. janúar – kóræfing hjá Krúttakór og prjónakaffi
Þriðjudagur 9. janúar – barnastarf fyrir 5. – 7. bekk og kóræfing hjá Graduale Liberi, Graduale Futuri og Gradualekór Langholtskirkju
Miðvikudagur 10. janúar – barnastarf fyrir 3.-4. bekk, starf eldri borgara og kóræfing hjá Krúttakór
Aðrir fastir liðir, svo sem sporafundir, eru á sama tíma og áður. Barnastarf fyrir 1. -2 bekk hefst fyrstu vikuna í febrúar. Dagskrá fermingarfræslunnar á vorönn er að finna inn á Facebook-hópnum.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Langholtskirkju óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju ári. Verið velkomin í Langholtskirkju.