Tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru sunnudaginn 2. nóvember kl. 17:00 í Langholtskirkju. Sálumessa Fauré verður flutt af Kór Langholtskirkju sem og Ruht wohl úr Jóhannesarpassíunni eftir Johann Sebastian Bach.
Einsöngvarar verða þau Arna Mjöll Óðinsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Benedikt Kristjánsson stjórnar og Magnús Ragnarsson leikur á orgel. Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar.
Aðgangur er ókeypis

