Tendruð verða bænaljós í minningu þeirra sem látin eru sunnudaginn 3. nóvember kl. 17:00 í Langholtskirkju.
Sálumessa Fauré verður flutt af Kór Langholtskirkju sem og Ruht wohl úr Jóhannesarpassíunni eftir Johann Sebastian Bach.
Magnús Ragnarsson organisti leikur á orgel, einsöngvarar verða þau Ásta Sigríður Arnardóttir og Orri Jónsson úr röðum kórsins.
Stjórnendur verða Elísa Elíasdóttir og Guðný Alma Haraldsdóttir.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.
Aðgangur er ókeypis.