Opið hús sunnudaginn 23. janúar frá 11-12

Því miður verður ekki messað sunnudaginn 23. janúar né sunnudagaskóli vegna aðstæðna í samfélaginu. Við verðum þó með opið hús frá 11-12 líkt og undanfarna sunnudaga þar sem fólki gefst kostur á að kveikja á kerti, íhuga og biðja í kirkjunni. Einnig verður heitt á könnunni.