Nýtt starfsfólk í sunnudagaskólanum

Hún Sara okkar sem séð hefur um sunnudagaskólann hjá okkur í Langholtskirkju sest á skólabekk í haust og því voru þau Marta Ýr og Pétur fengin til að sjá um sunnudagaskólann.

Marta Ýr er æskulýðsfulltrúi Langholtskirkju, starfar í barnastarfinu og er að læra guðfræði í Háskóla Íslands. Pétur Ernir er listaháskólanemi og er félagi í Kór Langholtskirkju. Við bjóðum þetta hæfileikaríka fólk velkomið til starfa og þökkum Söru kærlega fyrir hennar störf og óskum henni velfarnaðar í þvi sem hún tekur sér nú fyrir hendur.