Messa sunnudaginn 7. júní kl. 11

Messa sunnudaginn 7. júní kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir prestur þjónar, Magnús Ragnarsson er organisti. Félagar úr Fílharmóníunni syngja. Barn verður fermt í messunni, öll hjartanlega velkomin að samgleðjast á þessum degi. Léttur hádegisverður að lokinni athöfn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá grein sem fermingarbörnin tvö sem fermd eru nú í sumar hjá okkur fá á deginum sínum. Kirkjugestir skrifa ósk til framtíðar til fermingarbarnsins og hengja á greinina sem fermingarbarnið fær svo að eiga.