Messa, sunnudagaskóli og páskabingó sunnudaginn 26. mars

Mikið verður um að vera í Langholtskirkju sunnudaginn 26. mars. Að venju er messað kl. 11 og Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Gradualekór Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tíma í litla sal eftir sameiginlegt upphaf í kirkju. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka vel á móti hressum börnum á öllum aldri. Öll sunnudagaskólabörn fá gefins bingóspjald til að taka þátt í bingóinu sem hefst strax í framhaldinu.

Hið árlega og sívinsæla páskabingó Kvenfélags Langholtssóknar hefst í safnaðarheimili strax að messu lokinni. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Öll börn leyst út með páskaeggjum. Verið öll hjartanlega velkomin.

DSC_9051