Messa og sunnudagskóli kl.11, sunnudaginn 4. febrúar.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann og Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar við messuna.  Gradualekór Langholtskirkju syngur við messuna undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista.  Léttur hádegisverður að messu lokinni.

Gradualekórinn heldur síðar sama dag Kjötsúpuhátíð sína, en um fjáröflun kórsins er að ræða.  Skráning á viðburðinn er á fésbókarsíðu kórsins.

Verið hjartanlega vekomin.