Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 13. nóvember kl. 11

Messa hefst kl. 11 þar sem sungnir verða Taize söngvar. Þessir söngvar sem eru að stofni til biblíuvers eru frá samkirkjulegu kristnu samfélagi sem kennt er við bæinn Taizé í Frakklandi og einfaldir og auðsungnir. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn fer fram á sama tima í litla sal eftir sameiginlegt upphaf. Snævar og Sara taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.