Messa hefst kl. 11 þar sem sungnir verða Taize söngvar. Þessir söngvar sem eru að stofni til biblíuvers eru frá samkirkjulegu kristnu samfélagi sem kennt er við bæinn Taizé í Frakklandi og einfaldir og auðsungnir. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Sunnudagaskólinn fer fram á sama tima í litla sal eftir sameiginlegt upphaf. Snævar og Sara taka vel á móti börnum á öllum aldri. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.