Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 17. janúar kl. 11

Það er gott að koma saman í kulda og myrkri og njóta samfélags í kirkjunni. Sunnudaginn 17. janúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 í Langholtskirkju. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Kórskóli Langholtskirkju undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Barn verður borið til skírnar í athöfninni. Messuþjónar og kirkjuvörður aðstoða við helgihaldið.

Jóhanna og Snævar taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Kaffi, djús, kex og föndur eftir stundina í safnaðarheimilinu. Við hlökkum til að sjá sem flesta!