Messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga kl.11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11

Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann.

Prestar kirkjunnar Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og Guðbjörg Jóhannesdóttir skiptast á að messa.  Magnús organisti leikur undir á orgelið og kórar kirkjunnar sem og kórar með heimilisfesti í Langholtskirkju leiða og fytja sálma og söngverk við messurnar.

Messuþjónar gefa vinnu sína við helgihald kirkjunnar og sjá um umgjörð messunnar og aðstoð við þjónustuna.

Nokkur skipti yfir veturinn er fjölskyldumessa og eru það einfaldar og léttar stundir í kirkjunni.  Fjölskyldumessurnar eru sérstaklega auglýstar.

Eftir allar messurnar er boðið uppá léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.

Vertu velkominn