Messa og sunnudagaskóli 21. febrúar kl. 11

Við tökum Góunni fagnandi hér í Langholtskirkju næstkomandi sunnudag sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og predikar. Organisti er Steinar Logi Helgason. Stúlkurnar í Graduale Nobili leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti. Messuþjónar og kirkjuvörður aðstoða við helgihaldið.
Jóhanna og Snævar taka á móti börnum á öllum aldri í sunnudagaskólanum og í tilefni konudagsins ætlum við að föndra eitthvað fallegt handa öllum skemmtilegu konunum í lífi okkar.
Kaffi, djús og kleinur ásamt góðum félagsskap í safnarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir!