Messa og sunnudagaskóli 12. mars kl. 11

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista og Söru Grímsdóttur söngkonu sem leiðir sunnudagaskólann. Góðir Grannar syngja við messuna undir stjórn Eglis Gunnarssonar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin.