Barna- og unglingakórar Langholtskirkju bjóða til tónleika þar sem flutt verða ógleymanleg lög eftir eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar, Gunnar Þórðarson. Þekktar perlur á borð við Ég á lítinn skrýtinn glugga, Þitt fyrsta bros, Sóley og Vetrarsól hljóma ásamt fleiri dýrmætum gullmolum úr smiðju Gunnars.
Karl Olgeirsson – píanó
Örn Ýmir Arason – bassi
Gísli Gamm – trommur
Örn Ýmir Arason – bassi
Gísli Gamm – trommur
Kórstjórar: Björg Þórsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Sara Grímsdóttir og Svava Rún Steingrímsdóttir.
Tónleikarnir eru um klukkustund og öll hjartanlega velkomin.
Aðgangseyrir er 3.000.- krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri. Miðasala við innganginn.