Kórastarf hefst aftur frá 4. maí

Allir kórar Langholtskirkju hefja aftur kóræfingar frá og með 4. maí nema Krúttakórinn.

Graduale Liberi æfir á miðvikudögum kl. 17-18. Foreldrum er ekki heimilt að koma með börnunum.

Graduale Futuri æfir á þriðjudögum kl. 17. Foreldrum er ekki heimilt að koma með börnunum.

Gradualekór Langholtskirkju æfir í kirkjunni á þriðjudögum kl. 17. Kórfélagar þurfa að koma inn um kirkjudyrnar.

Kór Langholtskirkju æfir í kirkjunnni á miðvikudagskvöldum kl. 19. Kórfélagar þurfa að koma inn um kirkjudyrnar. Æft verður án hlés.

Því miður er ekki unnt að hafa kóræfingar með Krúttakórnum.

Hver kórstjóri sendir frekari upplýsingar á kórinn sinn.