Janúarfundur Kvenfélags Langholtssóknar 18. janúar kl. 20

Kvenfélag Langholtssóknar fundar í fyrsta sinn á nýju ári 18. janúar kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar.
Dagskráin byrjar að venju inn í kirkju þar sem sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir hefur fundinn með hugvekju. Graduale Futuri undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur ætlar að taka lagið fyrir gestina og að venju verða góðar veitingar á borðum.

Sá siður hefur komist á í Laugardalnum að einu sinni á ári koma safnaðarfélög kirknanna þriggja í Laugardalnum saman, segja aðeins frá starfsemi sinni og eiga saman góða stund í skammdeginu. Í fyrra sóttum við Kvenfélag Laugarnessóknar heim og nú er röðin komin að okkur að taka vel á móti þeim ásamt Safnaðarfélagi Ássóknar. Við hvetjum því félagskonur okkar til að fjölmenna og taka þátt í þessu skemmtilega samstarfi.

Munum eftir 1.000 kr. fyrir kaffinu. Allir hjartanlega velkomnir, konur jafn sem karlmenn.