Helgihald um páska í útvarpi og sjónvarpi.

Vegna samkomutakmarkanna fellur helgihald niður um páska utan ferminga.
Í sjónvarpi og útvarpi verður hægt að fylgjast með helgihaldi þjóðkirkjunnar á skírdag, föstudaginn langa og á páskadag.
Á skírdag, 1. apríl, verður útvarpað guðsþónustu frá Áskirkju kl. 11.00. Sr. Sigurður Jónsson, þjónar, og með honum er Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni. Organisti og kórstjóri er Bjartur Logi Guðnason, kór Áskirkju syngur.
Útvarpað verður guðsþjónustu frá Laugarneskirkju 2. apríl, á föstudaginn langa, kl. 11.00. Sr. Davíð Þór Jónsson, þjónar. Organisti og kórstjóri er Elísabet Þórðardóttir. Kór Laugarneskirkju syngur.
Þá verður á föstudaginn langa, 2. apríl, sjónvarpað á RÚV frá helgistund í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 17.00. Þar flytur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hugleiðingu. Þessi stund var tekin upp í gær.
Páskaguðsþjónustunni í Dómkirkjunni verður útvarpað kl. 11.00, 4. apríl á páskadag, og sjónvarpað á RÚV2 á sama tíma. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir, þjóna. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormars, dómorganista. Guðbjörg Hilmarsdóttir, sópran, syngur einsöng.
Að auki verður sett á fésbókarsíðu Langholtskirkju páskakveðja með söng og bæn á Páskadag.
Gleðilega páska !