Sunnudagurinn 20. mars – Pálmasunnudagur
Fermingarmessa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
Fimmtudagurinn 24. mars – Skírdagur
Fermingarmessa kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Organisti Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
Föstudagurinn 25. mars – Föstudagurinn langi
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Organisti Steinar Logi Helgason. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
Sunnudagurinn 27. mars – Páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9. Ath. breyttan messutíma. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Organisti Steinar Logi Helgason. Kór Langholtskirkju auk eldri félaga leiða safnaðarsöng. Morgunverðarhlaðborð að messu lokinni.
Sameiginlegur sunnudagaskóla safnaðanna í Laugardalnum á Páskadag kl. 11. Hist verður við selalaugina í Húsdýragarðinum og gengið þaðan saman á Kaffi Flóru. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.
Við allar athafnirnar aðstoða Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar við helgihaldið. Sóknarnefnd og starfsfólk Langholtskirkju biður öllum friðar og gleði á páskum. Verið velkomin í kirkjuna.