Hádegishugleiðsla í Langholtskirkju hefst 1. febrúar

Hádegishugleiðsla í Langholtskirkju

 

Í hádeginu á mánudögum frá 12-12:45 leiðir Aldís Rut, prestur og yogakennari, hugleiðslu í Langholtskirkju. Fyrsta stundin hefst 1. febrúar. Hægt er að sitja í kirkjunni eða fá afnot af dýnu og teppi og leggjast á gólfið. Í upphafi eru léttar teygjur til að undirbúa líkamann betur undir slökun og svo leiðir Aldís ykkur inn í góða og djúpa slökun. Tímarnir eru gjaldfrjálsir, henta öllum og öll velkomin. Við gætum fyllsta hreinlætis og fjarlægðartakmarkana. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að skrá sig fyrirfram á netfangið aldisrut@gmail.comeða hringja í síma 848-7486 til að tryggja sér örugglega pláss.