Guð gaf mér hendur, svo gert geti meira

Eftir fjölskyldumessu 23. febrúar síðastliðin fengu börn að föndra altarisdúk sem framvegis verður notaður í fjölskyldumessum. Börnin máluðu hendur sínar og þrykktu svo á dúkinn. Altarisdúkurinn minnir okkur á fjölbreytileika samfélagsins, við erum öll einstök og ómetanleg í augum Guðs og síðast en ekki síst minnir altarisdúkurinn okkur á að kirkjan tekur á móti öllum opnum örmum.