Gæludýra-og bangsablessun sunnudaginn 2. júní kl. 11.00

Í guðsþjónustu næsta sunnudags verður boðið upp á gæludýra- og bangsablessun.

Stundina leiðir sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, Laufáskórinn syngur og organisti er Magnús Ragnarsson.

Öll gæludýr eru velkomin ásamt eigendum og munu líkt og bangsarnir fá fyrirbæn og blessun.

Eftir stundina er boðið upp á kaffi og kleinu.