Fyrstu tónleikar Kórs Langholtskirkju á nýju ári fara fram 6. mars

Kór Langholtskirkju heldur tónleika þann 6. mars næstkomandi þar sem flutt verða verk eftir Knut Nystedt og Ola Gjeilo en báðir eru þeir þekkt norsk tónskáld.

Knut Nystedt er eitt þekktasta tónskáld norðmanna en hann lést árið 2014 og hefði orðið 100 ára 3. september síðastliðinn. Ola Gjeilo fæddist árið 1979 og hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín. Stjórnandi er Steinar Logi Helgason.

Miðasala fer fram á www.tix.is og við innganginn.