Fjölskyldu og vorhátíð kl. 11, sunnudaginn 12. maí.

Sunnudaginn 12. maí kl. 11.
Höldum við fjölskyldu- og vorhátíð hér í Langholtskirkju. Ásta Ingibjörg prestur og Sara Gríms sunnudagaskólaleiðbeinandi byrja samveruna í kirkjunni með söng og gleði. Barnakórarnir Graduale Futuri og Liberi syngja nokkur lög undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og undirleik Magnúsar Ragnarssonar.
Bjarni töframaður kemur og sýnir okkur töfrabrögð og boðið verður uppá andlitsmálningu. Eftir stundina grillum við pylsur.
Endilega komið og eigið góða stund í kirkjunni ykkar.