Hér er hlekkur á : SKRÁNINGARBLAÐ
Fermingarfræðsla safnaðanna við Laugardal stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki. Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar sem og skírn.
Þegar barnið er skráð skal færa inn auk annarra upplýsinga:
a. Hvar barnið óskar að sækja fermingarfræðslu.
b. Hvar barnið óskar að fermast.
c. Ósk um fermingardag ef vill.
Markmið fræðslunnar er :
– Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
– Vekja unglingana til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
– Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
– Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í kirkjunni sinni.
Fermingarfræðslan verður kennd í lotum en gert ráð fyrir að börnin mæti janft og þétt í messur yfir veturinn, frá og með 10. september.
VIð hefjum fræðsluna á fjögurra daga lotu í byrjun október og förum í beinu framhaldi í Vatnaskóg,
þar sem við dveljum saman yfir helgi, við endum svo lotuna á messu í Langholtskirkju, sunnudaginn 8. október kl. 11.
Í framhaldinu munum við svo hittast mánaðarlega fram að fyrstu fermingu. Að auki verða foreldrafundir og samverur til undirbúnings að fermingarathöfnum.
Þar sem við höfum lagt okkur fram við að hafa fræðsluna sem skilvirkasta og tímana sem fæsta þá biðjum við ykkur um að hjálpa börnunum að setja fermingarfræðslutímana í forgang svo börnin fái sem mest út úr samverunni í vetur.
Mikilvægasti hluti fermingarundirbúningsins er þátttaka í helgihaldi kirkjunnar og setjum við hverju barni að mæta að minnsta kosti í 10 messur yfir veturinn, en það má líka gjarnan mæta oftar 🙂
Um leið áréttum við mikilvægi þess að einhver fullorðinn komi reglulega með barnið til helgihalds, við hvetjum ykkur til að virkja fjölskylduna, skírnarvotta, afa og ömmur, frænkur og frændur til að koma með barninu til messu.
Messað er alla sunnudaga í Langholtskirkju kl. 11 og boðið upp á léttan morgunverð eftir messu.
Kostnaður við fermingarfræðsluna er eftrfarandi:
Námskeiðsgjald og lán á fermingarkyrtli sem innheimt er með greiðsluseðli í heimabanka.
Fræðslugjald kr. 23.388 gjalddagi 1. október.
Fermingarkyrtill kr. 3000 innheimt í heimabanka eftir fermingu.
Vatnaskógarferð kr. 20.000 ( kostar 24.000 en 4.000 kr. er niðurgreitt af Héraðssjóði) greiðist við skráningu.
Mikilvægar dagsetningar fermingarfræðslu fram í mars eru eftirfarandi:
10. september kl. 11 – messa í Langholtskirkju þar sem væntanleg fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru boðin velkomin til fermingarstarfa vetrarins.
Fermingarnámskeið:
2. október kl. 17 – 19:30
3. október kl. 17 – 19:30
4. október kl. 17 – 19:30
5. október kl. 17 – 19:30
Allar samverurnar enda á máltíð, einnig er velkomið að mæta kl.16:30 og þá er smá hressing í boði fyrir þau sem vilja.
6. október kl 14 – lagt af stað frá Langholtskirkju í Vatnaskóg.
8. október kl. 12 komið heim úr Vatnaskógi við Langholtskirkju.
Mánaðarlegar lotur:
7. nóvember 17-19
5. desember 17-19
9. janúar 17-19
6. febrúar 17-19
13. febrúar 18 – samvera foreldra og fundur um athafnir (fermingarbörn mæta ekki)
Fermingaræfingar
Æfingarnar skapa börnunum mikið öryggi því það er verulega streituvaldandi að fara inn í sjálfa fermingarathöfnina og vita ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig eða til hvers er ætlast.
Því bið ég ykkur að hafa þessar dagsetningar í huga varðandi fermingarundirbúninginn svo þær rekist ekki á aðra þætti t.d. prufugreiðsluna:)
Fermingaræfingar:
19. mars kl. 16 – æfing fyrir fermingu á pálmasunnudag
19. mars kl 17 – æfing fyrir fermingu á skírdag
23. apríl kl. 16 – æfing fyrir fermingu á sumardaginn fyrsta
Hver æfing tekur um eina klukkustund.
Frekari fyrirspurnir og annað varðandi fræðsluna sendist á: astapeturs@gmail.com
Guðbjörg og Ásta Ingibjörg prestar í Langholtskirkju