Fermingarfræðsla 2021-2022

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar.

Markmið fræðslunnar er :
– Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
– Vekja unglingana til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
– Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
– Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í Langholtskirkju.

Þau sem hyggjast taka þátt eru beðin um að skrá sig : SKRÁNINGARBLAÐ

Kennslunni verður svo háttað með þessum hætti til áramóta:

Fundur með forsjármanneskjum fermingarbarna 12. september og messa kl. 11.
Lotukennsla dagana 13.-16. september frá 17:30-19:00
Fermingarfræðsla 5. okt. kl. 17:00-18:00
Ferð í Vatnaskóg 15.-17. október
Söfnun fyrir Hjálparstarfið 4. nóvember 18.00-19.30
Fermingarfræðsla 29. nóvember 17.30-18.30

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !

Kær kveðja

Guðbjörg Jóhannesdóttir og Aldís Rut Gísladóttir prestar Langholtskirkju.