Sunnudaginn 2. nóvember verða þær Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur í Langholtskirkju og Sunna Dóra Möller héraðsprestur settar inn í embætti sín. En sr. Ásta Ingibjörg hefur nýverið tekið við nýju hlutverki í Langholtskirkju en hún leiðir nú starfið í söfnuðinum í samstarfi við sóknarnefnd safnaðarins. Sunna Dóra Möller tók síðastliðið vor við starfi sem héraðsprestur á höfuðborgarsvæðinu með starfsstöð í Langholtskirkju. Innsetningin verður í messunni og annast Guðbjörg Jóhannesdóttir prófastur hana.

