Djúpslökun á mánudögum frá 17-18

Mánudaginn 7. september hefst djúpslökun í Langholtskirkju frá 17-18. Aldís Rut prestur og yogakennari leiðir tímana en þeir henta öllum, bæði byrjendum sem og lengra komnum. Djúpslökunin hefst á léttum æfingum og teygjum og svo tekur við djúp slökun með trúarlegu ívafi. Dýnur eru á staðnum en við hvetjum fólk til að koma með sínar eigin dýnur, teppi og kodda.