Bleiki dagurinn, 16. október

Í dag, föstudaginn 16. október, er bleiki dagurinn. Í dag klæðumst við bleiku og tendrum bleik ljós í kirkjunni til að sýna þeim konum sem greinst hafa með krabbamein samstöðu og að þær finni stuðning okkar.

 

Í birtu morgunsins mæti ég þér, Guð,

og fel í þínar hendur sjálfa/n mig,

fjölskyldu mína og ástvini,

alla sem verða á vegi mínum.

Leið mig á ljóssins vegi í birtu dagsins

og skuggum öllum.

Amen (Bænabókin, leiðsögn á vegi trúarlífsins)