Barnastarf Langholtskirkju

Barnastarf Langholtskirkju hefst aftur 1. september eftir sumarleyfi.

TTT starf sem ætlað er börnum í 5-7. bekk (10-12 ára) verður á þriðjudögum frá 14:30-15:30 og fyrir börn í 3-4 bekk á fimmtudögum frá 14:00-15:00. Umsjón starfsins er í höndum Aldísar Rutar Gísladóttur, prests, og Mörtu Ýrar Magnúsdóttur, guðfræðinema.

Starfið er gjaldfrjálst og öll börn eru hjartanlega velkomin. Við hefjum stundirnar á léttri hressingu og fyllsta hreinlætis er gætt. Í hverri samveru er bænastund og er dagskrá vetrarins fjölbreytt. Við spilum, förum í leiki, föndrum og krakkarnir taka þátt í að móta dagskrána. Við leggjum áherslu á að efla börnin og sjálfstraust þeirra. Einnig leggjum við mikla áherslu á þann fjölbreytileika sem finna má í samfélagi okkar og þessi tvö stef fléttast inn í starf okkar.

Hlökkum til að sjá ykkur

Aldís og Marta